31.7.2007 | 21:34
Verslunarmannahelgin.
Aðal ferðahelgi landans er að renna upp.
ÉG man þegar ég var lítil þá fór maður alltaf í sumarbústaðinn með foreldrunum. Svo fór maður nú að eldast aðeins og þá fékk ég að fara með Adda frænda og Diddu í Galtalæk. Ég fór með þeim 3 verslunarmannahelgar. Það var alveg rosalega gaman. Aðal skemmtunun var að hlusta á hljómsveitirnar á kvöldin og kvöldvökurnar sem voru á litlasviðinu. Ég á margar myndir frá þessum helgum, þar á meðal mynd að Jóni Páli árið sem hann var sterkasti maður heims, einnig af Lindu Pé þegar hún var Ungfrú Alheimur, Spaugstofan kom þarna oft fram. Einnig man ég eftir honum Bjarna Ara. Eitt árið vann hann söngvakeppnina sem var alltaf haldin þarna og svo árið eftir var hann búinn að vinna Látúnsbarkakeppnina og kom fram sem nýr Látúnsbarki. Þetta var mikil upplifun fyrir litla Selfossmær.
Greifarnir komu þarna fram einhverntímann og einnig Kolrassa Krókríðandi. Það var nátturulega frábært að sjá þessar hljómsveitir.
En svo eldist maður og þá er Galtalækur ekki inn. Ég hef nú samt aldrei verið svo fræg að fara á Þjóðhátíð. Allur sóðaskapurinn þar og drykkjan er ekki fyrir mig. Þó mér hafi nú oft langað að fara, bara til að hlusta á hljómsveitirnar, þá hef ég ekki ennþá látið það eftir mér.
En þessa helgina verðum við ekki á faraldsfæti. Bara fínt að vera heima þegar næstum því allir fara útúr bænum. En við þá sem eru á faraldsfæti vil ég segja; akið varlega, betra er að koma seint en aldrei.
KV.
BH
Athugasemdir
Góða helgi.
Helga R. Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 22:12
Já, góða helgi
Josiha, 2.8.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.