24.7.2007 | 21:46
PALLI.
Ég sá myndbandið fræga af honum Palla hjá henni Jóhönnu bloggvinkonu. Ég ætlaði að reyna að setja það inn hérna en kann það ekki alveg. En ég verð að segja að þetta er alveg rosalega flott myndband við flott lag. Það hefur held ég ekki farið fram hjá neinum sem þekkir mig að ég er hinn mesti Palla fan!!!!! Hef dýrkað hann og dáð síðan fyrsta platan hans kom út (Stuð). Það er hreinlega allt við þennan mann sem mér finnst æðislegt. Það hefur nú stundum verið gert grín af mér, hvað ég sé að halda uppá þennan H.......titt. En maður lætur það bara sem vind um eyru þjóta.
En semsagt þá er það opinbert. Palli er dýrkaður og dáður af mér. Ef einhver getur hjálpað mér að koma myndbandinu hingað inn þá verð ég alveg rosalega ánægð.
Kveðja
BH
Athugasemdir
Ég get hjálpað þér, en það er svolítið flókið að útskýra það. Í stuttu máli þá skaltu fara á youtube og finna myndbandið (slærð bara Allt fyrir ástina í leitina). Kóperar HTML-haminn. Ferð í stjórnborð til að blogga. Velur að hafa færsluna í HTML-ham. Peistar HTML-haminum inn í færsluna, gerir staðfesta og þá ætti þetta að koma. Veit ekki hvort þú náðir þessu, hehe...
En ég er líka Palla fan. Var með plaköt út um allt af honum og ég veit ekki hvað, hahaha... Já, og myndbandið er mega flott!
Ohhh...nú man ég að ég á ennþá eftir að fá prjóna-uppskriftina f. þig! Sorry sorry...
Josiha, 24.7.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.