Grænir fingur.

var í allt gærkvöld að planta trjám. Mikið er nú gaman að vera úti á kvöldin þegar það er svona þokkalegt logn og gott veður. ÉG á alveg örugglega eftir að dunda mér á síðkvöldum í sumar að ditta að garðinum. Vorum að planta fargurlaufamispil og líka rifsberjatrjám. Svo á ég eftir að setja eitthvað sniðugt í 2 kassa sem ég er með, svona "matjurtarkassa". Ætla að setja fullt af rabbabara þar (rabbabari óskast ef einhver er að grisja) og kannski jarðaber (jarðaber óskast efað einhver er að grisja) og eitthvað annað sniðugt.  Svo ætla ég að skera út beð í garðinum, þar ætla ég að setja haustlauka og kannski einhverjar lágar plöntur. Allaveganna fullt að gera í garðinum.

Vonandi hafið þið það sem allra best.

Knúsið hvort annað.

kv.

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Oh hvað þetta var e-ð dásamlegt og sumarlegt blogg  Hlakka til að eiga garð

Josiha, 14.6.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Því miður á ég ekki of mikið af rabbarbara og engin jarðarber. En ég er ánægð með þig og skal hafa augun hjá mér.  kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: GK

Það er aldeilis dugnaðurinn...

GK, 21.6.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband