Það er komið sumar......

Loksins lét sólin sjá sig, og ég er föst inni að vinna.  Það verður   bara ennþá meiri sól og hiti í júní og júlí. Allavegana vona ég það.

Annars er alltaf nóg að gera í vinnunni. Breytingarnar búnar, svona að mestu og ég brosi gjörsamlega allan hringinn. Þetta er alveg allt annaðGrin

Sonurinn er alltaf að vaxa og dafna. Núna er hann farinn að svara manni með NEI, efað maður er að biðja hann um eitthvað eða að biðja hann um að hætta einhverju sem hann má ekki!!!

En ég vona að allir hafi það gott og knúsið nú hvort annað.

Kveðja

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Reyndu að kenna honum JÁ líka. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Berglind

Ég var einmitt búin að því. En núna er meira spennandi að segja NEI.

Berglind , 1.6.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband