8.5.2007 | 22:13
Komin heim.
Mikið er nú gott að vera komin heim. Þó það sé alltaf gaman að ferðast þá er líka alltaf BEST að koma heim.
Var í Milanó á sýningu. Það var frábært að komast aðeins út fyrir landsteinana. Sjá nýju fríhöfnina og svona. En mikið er leiðinlegt að bíða á flugvöllum í 5 tíma, til að fara í tengiflug. En maður verður víst að gera það. Það rigndi í Milanó. Hitinn var ca 18 stig og ég gat bara notað sólgleraugu síðasta daginn því þá var sól og 20 stiga hiti!!!
En margt skemmtilegt gerðist. Við þurftum að fara með leigubíl á sýninguna, því það var verkfall hjá lestunum. Við pöntuðum bíl og vorum alveg að fara að komast á leiðarenda þegar við fórum að taka eftir reyk sem kom frá bílnum. Héldum í fyrstu að þetta ætti bara að vera svona. En þegar reykurinn fór að berast inn í bílinn og Hanna sem sat við hliðina á mér var farin að hverfa í reyk þá stóð okkur nú ekki á sama. Aumingja leigubílstjórinn fór þá út og athugaði með næstu leigubíla hvort við myndum fá far með þeim. Það tókst nú. En semsagt leigubílinn sem við fórum fyrst með var semsagt að brenna úr sér!!! Aumingja leigubílstjórinn. Með ónýtan bíl í brjálaðri traffík!!!!
Svo fórum við á veitingastað um kvöldið. Við ætluðum að fá okkur dýrindis Ítalska Pizzu, því við vorum nú á Ítalíu!!! Nei veitingastaðurinn var ekki með neinar pizzur, bara pasta. Þannig að við pöntuðum það. Svo kom að því að velja vín. Auðvitað ætluðum við að fá smá rauðvín með. Pöntuðum það! EN þá kom hvítvín! Það fór semsagt allt úrskeiðis sem við ætluðum okkur þann daginn. Enda var mikið hlegið að þessu.
En vonandi hafið þið haft það gott.
kv.
BH
Athugasemdir
Velkomin heim. Ævintýrin eru til að lenda í þeim. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.