28.4.2007 | 21:40
Jæja jæja
er ekki kominn tími á nýja færslu?!?! Er ekki alveg að standa mig í þessu. En ég reyni bara betur næst.
Búið að vera nóg að gera í vinnunni. Er svo að kíkka erlendis í nokkra daga bráðum. Það verður nátturulega bara greit!!! Er að fara í fyrsta skipti frá syninum í nokkra daga! Það er það eina sem skyggir á þessa annars frábæru ferð. En ég og hann þurfum að læra það líka.
Ég trúi því núna að sumarið er alveg á næsta leyti. Norðanmenn hafa sólina núna um helgina og svo fáum við sunnanfólkið hana vonandi um miðja mai og hún verður hérna það sem eftir lifir sumars! Eigum við ekki bara að gera samning uppá það?
ÉG nenni ekki að tjá mig um pólitík, eins og er frekar vinsælt í þjóðfélaginu í dag. Ég er sú ópólitískasta sem til er, þó víða væri leitað! Það er varla að maður muni eftir að fara á kjörstað þegar verið er að kjósa. Þannig að þið lesendur góðir eigið alls ekki von á einhverjum áróðurs pistlum frá mér!!
Hafið það sem allra best.
kv,
BH
Athugasemdir
Hvert ertu að fara út? Oooo ég skil þig vel að hlakka ekki til að fara frá Alexander. Ég hugsa að maður sé stundum háðari barninu sín en það manni sjálfum, hehe
Josiha, 28.4.2007 kl. 22:26
Húrra! Færsla frá Berglindi - en það er líka gott að eiga vini sem ekki þarf að hafa mikið fyrir. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.