Langt síðan síðast......

ÉG verð nú að játa það að ég hef nú ekki verið dugleg að setja hér inn það sem ég hef verið að gera. En það þýðir ekki að ég hafi setið auðum höndum. ÈG hef prjónað 2 lopapeysur (sem ég á reyndar eftir að setja rennilása í), sjal, trefil og 1 1/2 teppi síðan síðasta færsla var skrifuð! Núna er staðan þannig að ég er með hausinn fullan af hugmyndum en tíminn til að prjóna er ekki svo mikill. ÈG er reyndar búin að hanna mitt fyrsta stykki alveg frá grunni. Það var nú ekki flókið stykki en einhversstaðar verður maður að byrja! ÉG er þegar byrjuð að vinna að næsta hönnunarstykki. En nóg af þessu. Núna eru páskar og ég var að skreyta smá grein hjá mér og ég á bara ekkert handgert páskaskraut! ÉG þarf að redda því fyrir næstu páska. En núna koma myndirnar!

20130211_22154820130227_202914

Þetta eru svo öll ósköpin að þessu sinni.Páskakveðja Berglind

20130318_17043420130323_101245 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband