Angry birds

Jað er eitthvað Angry birds æði hjá ungu kynslóðinni og var ég beðin um að gera eina svoleiðis húfu fyrir einn afmælisstrák. Ég fann uppskrift frá Bjarkarhól en finnst hún svolítið skrítin. En ég gat stuðst við hana. Èg hekla með 2 þráðum, 1 sisu og einn eins og uppskriftin segir til um. Finnst það koma vel út. Þegar ég kláraði húfuna fór ég að leita af figurunum sem eru í spilinu og fann uppskriftir af þeim á ravelry. Ætla að prufa að gera nokkur dýr en var að byrja á rauða fuglinum í kvöld. Það kemur mynd af honum síðar, en hér er húfan.

20130114_210751

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg húfa og gaman að sjá hvað þú ert að gera Berglind mín :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 08:57

2 identicon

Skemmtileg húfa hjá þér!

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 12:09

3 identicon

Sniðug. Þessi er flott. Og það væri jafnvel hægt að hafa endurskinsþráð með í augunum? Frábær hugmynd fyrir afmælisgjafir (ef maður hefði nú tímann fyrir sér;-o)

En það er kannski lítið gagn af endurskinsmerkjum á höfði barna?

Sigurlaug Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband