30.12.2012 | 20:54
Nú árið fer senn að líða í aldanna skaut.
Góðan dag kæru vinir, ef einhverjir eru ennþá að fylgjast með!
ÉG hef nú verið duglegri að prjóna en vera hér á bloggsíðunni. ÉG ætla að sýna ykkur myndir af því sem ég hef verið að gera í vetur.
Þessa sokka gerði ég fyrir skólakrakkana mína. Það fóru nú nokkrir svona í jólapakkana í ár.
Svo var gerð "unglingahúfa" á unglinginn á heimilinu. Gerði hana úr smart garni og setti endurskinsþráð í og bjó til nokkrar rendur.
Filippía fékk líka nýja húfu. Ugluhúfu, gerði 2 svona og gaf eina í jólagjöf.
Þetta er smá sýnishorn af jólagjöfum sem fóru í pakka til krakka erlendis! Það er nú alltaf hægt að nota íslenska ull í útlöndum.
Svo varð ég nú að vera eins og 50% prjónara og gerði 4 jólakúlur sem ég setti á 4 pakka.
Kæru vinir.
Nú ætla ég að biðja ykkur um að kvitta ef þið lesið þetta. ÉG er nefnilega á báðum áttum hvort ég eigi að halda þessu bloggi áfram eftir áramótin. Svo nú er tíminn.......
ÉG er þegar farin að hugsa ný prjónaverkefni fyrir árið 2013 og listinn er langur. Er þegar komin með 3 jólagjafahugmyndir sem ég ætla að vinna í á árinu.
GLEÐILEGT NÝTT PRJÓNAÁR.
Berglind
Athugasemdir
Ég kvitta hér með, því mér finnst gaman að sjá hvað þú ert að gera. Allt sem þú sýnir er bæði vel gert og fallegt. Haltu endilega áfram að blogga, en ég skil þig samt, stundum hvarflar að mér að hætta, sérstaklega ef ég fer að láta bloggið binda mig t.d. í því hvað ég tek mér fyrir hendur. Svo eru íslenskar konur latar að kvitta, svo það er ekki mjög hvetjandi að halda úti bloggi, en maður verður þá bara að gera þetta fyrir sjálfa sig.
Óska þér gleðilegs árs!
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 22:37
alltaf gaman að lesa hér hjá þér, fallegt og fínt sem þú býrð til.
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 09:38
Hæ. Las og leit hér við eftir aftur eftir þó nokkurn tíma. Blogg eru svo skemmtileg. Ég er alltaf að reyna að hafa mig í að endurvekja mitt, leiðinlegt ef bloggin leggjast af vegna FB! Vandamálið hjá mér er tölvuleysið heima.
Sigurlaug Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 11:35
ég kíki reglulega á bloggið þitt
kv. Júlíana
Júlíana (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 22:12
Sæl Berglind, ég kíkti hér vegna þess að ég sá vefslóðina sem þú deildir á Facebook.
Mér finnst alltaf gaman að skoða fallegt handverk. Ég man samt aldrei eftir að leita uppi blogg. En ég mundi telja það árangursríkt að deila færslum í gegnum facebook eins og núna, þá kíkja allir sem áhuga hafa á handavinnu.
Gleiðilegt nýtt prjónaár ;)
Hólmfríður (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 09:11
Sæl Berglind.
Ég fer öðru hvoru inn á bloggið þitt ásamt því að benda á það.
Handverkið þitt er það fallegt að það er sjálfsagt að benda á það og deila.
Kristin Mogensen (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.