16.2.2007 | 21:59
X FAKTOR
Það er komin smá hefð í þetta hjá mér, önnurhver færsla er um xfaktor og alltaf bloggað í hléi!!
En X Faktor í kvöld var bara fínn. Ég fílaði best Gís, Hara, Alan, Jógvan og svona smá Sigga. Reyndar finnst mér að hann megi alveg fara að breyta aðeins um lagaval. Gís þarf aðeins að passa sig að það verði ekki of gaman á sviðinu og gleymi söngnum. Hara eru nú alltaf svolítið flottar einnig er Jógvan alltaf öruggur. Alan er æðislegur söngvari og þessi lög sem hann hefur verið að taka eru frágær, þegar hann tók Justin Timberlake fannst mér geðveikt. Þetta Outkast lag var líka mjög flott. Langar í það á tölvuna mína.
Veit einhver hvar maður finnur svoleiðis!??
En ég held að Gísli, Jóhanna eða hún "gamla" hjá Einari fari núna!!
Hafið það gott
kv.
BH
Athugasemdir
Hver er Gísli? En Jógvan vex stöðugt í áliti hjá mér. GÍS hefur aðeins hrapað...
Josiha, 16.2.2007 kl. 22:27
Auðvitað meinti ég Gylfi!!!
Bara næsti bær við!
kv.
Berglind
Berglind , 17.2.2007 kl. 18:25
Hahaha okei...veit hver það er Ég hélt að ég væri komin með athyglisbrest á háu stigi...að hafa ekki tekið eftir einhverjum keppenda, bara alls ekkert.
Josiha, 17.2.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.