Aðeins búin að vera að prjóna.

Góðan dag. Núna undanfarið hef ég klárað peysu á mig, eina jólagjöf og sokka fyrir krakkana. Ég hef nú ekki tölu á þeim sokkum sem ég hef gert en þessir slá alltaf í gegn. Þeir eru þunnir en alveg ofboðslega hlýir! Núna ætla ég að gera nokkra og eiga. Hér koma myndirnar af því sem ég hef klárað.

20120725_10351920120708_09384220120708_093740Þess má geta að ég er nú búin með peysuna en átti ekki mynd.

 Sv

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð Berglind og til hamingju með þessa skemmtilegu síðu. Mig langar líka að benda þér á síðuna okkar Ása "Annríki - Þjóðbúningar og skart" þar sem við flytjum fréttir og fróðleik af búningum og handverki. Kíktu endilega á hana við tækifæri. Bestu kveðjur Hildur (dóttir Rúríar og Árna).

Guðrún Hildur Rosenkjær (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 23:52

2 identicon

Sæl Berglind.

Hvaða garn er í þessum sokkum sem þú hrósar svona mikið?

Einnig langar mig að vita hvernig peysan er sem þú prjónaðir á þig. Mig langar að prjóna á mig úr tvöföldum lopa en veit ekki hvað ég á að fitja upp margar.

bestu kveðjur Lísa

Lísa Thomsen (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 11:14

3 identicon

Sæl Lísa.

Það er sokkagarn, yfirleitt 80%ull og 20%nælon. Eru mjög slitsterkir og hlýir!. Ég prjónaði peysuna á mig úr léttlopa og mohair þræði. ÉG fór inn á prjonamunstur.is og setti þar inn prjónfestu og prjóna og þá var allt reiknað út fyrir mig. Ættir að prufa það. Gerðu prjónfestuprufu og láttu programmið reikna þetta út fyrir þig.

kv

Berglindhaf.

Berglind (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband