Sunnudagsmorgunn, leyniverkefni og prinsessan á heimilinu.

Hér á heimilinu er alltaf nóg að gera. Það er margt sem bíður útivinnandi húsmóður þegar hún kemur heim. Prinsessan á heimilinu bíður alltaf hress og kát eftir að hitta mömmu sína. Læt eina mynd fylgja af henni. Hún er nú mjög dugleg að leika sér, sem betur fer. Því þá gefst smá tími fyrir prjónaskapinn. Núna er ég að vinna að smá leyniverkefni. Þetta er lopapeysa, ég er að prufa uppskriftina fyrir hönnuð hennar og verður uppskriftin í óútkominni bók. Þegar bókin er komin út þá má ég sýna hana en ekki fyrr. Èg læt hér eina mynd fylgja af erminni. Ég er lika búin að opna facebooksíðu með því prjónadóti sem ég hef til sölu. Síðan heitir úr smiðju Berglindar, endilega kíkið og deilið. Ég mun jafnt og þétt setja þangað inn ef ég hef eitthvað til sölu. Ég var reyndar að klára sérpöntun sem er á leiðinni til Danmerkur í vikunni. Hér kemur mynd af því lika. Læt.þetta ekki vera lengra í bili. Kveðja BH.20120429_10103020120429_101004_Josh_Old20120429_101101

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband