Hvernig er þetta með mann......

....... ég er nú ekki hætt að prjóna og hvað þá hætt með þessa síðu. Málið er að ég finn ekki snúruna fyrir myndavélina mína þannig að ég get ekki sett myndir inn á síðuna.

ÉG hef nú prjónað ýmislegt síðan um jól. ÉG er búin með nokkrar húfur, trefil og er núna að gera 2 kambgarnspeysur á 2 litlar skvísur. 

Það er búin að taka mynd af öllu sem tilbúið er ... en ég set myndir inn við fyrsta tækifæri.

Þið sem fylgist ennþá með þessu bloggi.... hvað eru þið að prjóna???

kv

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha, ég týndi líka minni myndavélasnúru, reyndar í flutningum. Var nýbúin að kaupa nýja, en þá kom sú gamla upp úr kassa. Ég á mynd af kjól á eins árs, sem ég er búin að gefa. Nú er ég líka búin að prjóna sett á stúlku sem kemur í heiminn í júní, en á eftir að sauma og ganga frá. Þarf að finna mér eitthvað að prjóna yfir páskana. Gleðilega páska!

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband