GLEÐILEGT NÝTT ÁR.

HÆ öllsömul.

ÉG verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið sú duglegasta að setja myndir hér inn eða skrifa. En ... ég hef ágætis afsökun fyrir því. Þar sem lítil snúlla er komin á heimilið og mamman hefur ekki haft eins mikinn tíma fyrir tölvuna þá fara hlutirnir svona. ÉG er nú alltaf með eitthvað á prjónunum en.. mis skemmtilegt þó og mis áhugavert. Það fóru nokkrar prjónaðar jólagjafir frá mér í pakkana þetta árið, ég vona að öllum hafi líkað það.

ÉG gerði meðal annars, 2 lopapeysur, 1 lopavesti, 1 bómullarpeysu, 1 stúkur, 1 hekluð sería, nokkur hekluð snjókorn og jólaskraut og 1 heklaðir vettlingar svo eitthvað sé nefnt.

húfa og vettlingar prjónakistan

Þetta er uppskrift úr Prjónakistunni. Mjög gaman að gera þetta. ÉG setti silfurþráð í hvítagarnið. Kom mjög vel út.

stúkur

Þetta prjónaði ég úr Höjland garni frá Isager. Stúkurnar eru hönnun frá Helgu Isager.

fés

Peysan Fés fór í jólapakkann til Danmerkur. Sæt "unglingapeysa".

Prjónakveðja

Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband