Myndir.

Jæja hér koma myndir af því sem ég hef verið að gera undanfarnar vikur.

teppi

Þetta er hettuteppið mitt sem var í bókinni Kúr og Lúr, sem Nálin gaf út. Núna gerði ég það úr Isager garni. Yndislegt garn.

teppin

Þetta eru svo teppin mín 2 sem eru í bókinni frá Nálinni. Bæði úr Isager garni. Inn og út um gluggann er úr Hojlandsgarn og alpaca 1. Dásamlega mjúkt!

fiskur

Fiskur1

Einkasonurinn vild fá svona fiskihúfu. Fann uppskriftina á Knitty.com Þessi er bara gerð úr afgöngum. 

sokkar

Þessir fara í jólapakkann hjá einhverjum. Gerðir úr sokkagarni. Finnst þeir alltaf jafn góðir.

Sylvi

Svo er þetta byrjunin á Sylvi peysu á mig. Hún er gerð í nokkrum stykkjum. Ég geri hana úr 2 földum plötulopa á prjóna  nr 7. Vonandi klára ég hana fyrir jól!

Þetta var það sem ég hef í dag. Eigið góða helgi.

KV

BH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Dugleg ertu að vera byrjuð á jólagjöfum - maður ætti að taka þig til fyrirmyndar

Sigrún Óskars, 3.4.2011 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband