LOKSINS

Góðan dagÞá er mín vöknuð af værum prjónablundi. Hann var frekar langur, en góður.Núna hef ég verið að prjóna jólagjafir og reyna að staulast áfram með peysuna góðu. Á eftir eina ermi og listann að framan. Þetta verk hefur tekið tímana tvenna!!!

Hér koma nokkrar myndir af því sem ég hef verið að gera en ekki sýnt.  

Helga Isagerpeya

Þetta er peysa úr nýjustu bók Helgu Isager. Hún er prjónuð FRAM og til BAKA, mjög skemmtilegt!

 

isagergrifflur 

Hér eru Grifflur úr sömu bók. Gerðar úr isagergarni.

vettlingar 

Hér eru helklaðir vettlingar. Úr 2földu einbandi. Mjög fljótlegir og skemmtilegtir.

Þetta er það sem ég gerði fyrir jólagjafatörnina. Læt þær myndir eftir jólin!

kv

Berglind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband