20.7.2010 | 20:18
Fyrsti pakkinn af sumarmyndum!
Í byrjun sumars fór ég á námskeið hjá Helgu Isager, dönskum prjónahönnuði. Þetta er afrakstur námskeiðsins. Gerði eina húfu sem ég reiknaði út stærð og annað. Alveg ágætis húfa úr léttlopa og einbandi.
RIDDARI er peysa sem ég gerði á eiginmanninn. Hann er búinn að bíða í 1 ár eftir sinni. Þannig að ég ákvað að skella í eina slíka, því ég þurfti að kaupa lopa í peysu fyrir systur hans. Sem er hér að neðan. Sú peysa heitir VAR. Þetta eru fyrstu brúnu peysurnar sem ég geri og fyrsti brúni lopinn sem ég kaupi.
Þessar húfur gerði ég úr garni sem ég átti af lagernum. Þær ætla ég annað hvort að selja eða gefa. Eins er það með sokkaskóna. Þetta er gert úr garni af lagernum. En bláu og grænu skóna gerði ég úr garni sem ég litaði sjál. Þetta er lanett baby ull, var áður ljósgul og ljósgræn.
Hér er svo ponsjó eftir Lotte Kjær, danskur prjónahönnuður sem kom í Nálina fyrir ári síðan. Ég gerði þetta úr garni frá garn.is (mohair) og garnbudin.is (spírall minnir mig að það heiti).
Svo á ég myndir af gjöf sem ég gerði. Læt þær með næst því þá er ég búin að gefa gjöfina.
Þangað til næst. Sjáumst.
Berglind
Athugasemdir
Þvílíkt flott hjá þér Berglind!
Ásta Rún (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:42
allt mjög fallegt, og eins og alltaf, ótrúlega mikil framleiðsla! er sjálf búin að prjóna Riddara munstrið nokkrum sinnum og finnst það alveg frábærlega fallegt.
kv.Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 10:20
flott prjónakona - takk fyrir myndirnar
Sigrún Óskars, 9.8.2010 kl. 21:59
Er ofsalega ánægð með peysinuna mína... eins og þú veist
Harpa Rut (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.