Strákarnir okkar!!!!!!

Held hreinlega að hver einasti Íslendingur hafi horft á handboltann í gær. Auðvitaðu unnu STRÁKARNIR OKKAR leikinn gegn evrópumeisturum Frakka. Ég er sjálf mikil áhugamanneskja um handbolta og æfði hann á mínum yngri árum þegar allt var í blóma hjá Selfossliðinu í meistaraflokki karla. Það var líka þá þegar Siggi Sveins, Einar Þorvarðar og Gísli Felix komu og gerðu það gott með liðið okkar. Þá var lika næstumþví hver einasti íbúi bæjarnis sem komu á heimaleiki og íþróttahúsið okkar var alltaf troð fullt. Þá var gaman!!

Það var líka á þessum tíma þar sem unglingastarfið gekk svakalega vel. Allir voru að æfa handbolta. Ég held hreinlega að allar stelpurnar í mínum bekk voru að æfa.

Ég vona að STRÁKARNIR OKKAR standi sig áfram vel á mótinu. POJ POJ STRÁKAR.

KV.

bh 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahaha, ég er örugglega sú eina á Íslandi sem horfði ekki á leikinn. Hef akkúrat engan áhuga á handbolta og er það eina íþróttin sem ég "fatta" ekki. Hef gaman af flestum íþróttum, en ekki handbolta  
En auðvitað samt flott mál að þeir unnu, sérstaklega þar sem það bjóst enginn við því.

Josiha, 23.1.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hæ Berglind. Einu sinni æfði ég líka handbolta og hef gaman af að horfa. 

Helga R. Einarsdóttir, 23.1.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: GK

Ég æfði ekki handbolta, enda er það íþrótt fyrir kerlingar ;)

GK, 23.1.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Berglind

Nákvæmlega!! Þessvegna var allur bekkurinn (stelpurnar) að æfa á sínum tíma.

En þá er spurning afhverju er bara karlalandslið en ekki kvennalandslið???

Berglind , 24.1.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband