Loksins.

citron

Loksins koma myndir frá mér. ÉG hef verið löt við að uppfæra myndirnar, en ekki að prjóna.

Fyrsta myndin er af sjalinu Citron sem fæst á Knitty.com. Garnið er einband heimalitað af mér!

Litaði það í mismunandi fjólubláum litum.

litir 

 Núna er ég svo að gera peysu á mig sem er líka af vefnum Knitty.com og heitir hún Tappan Zee. Hún er prjónuð að ofan og niður. Ég prjóna hana líka úr einbandi.

tappanzee 

ÉG fann á bókasafninu hérna 2 yndislegar bækur. Þær eru frá 1948 og hafa að geyma ýmsan fróðleik um prjónatæknina!

prjónabækur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
nærf.
 
dsc05913.jpg
 
Þetta eru ákaflega skemmtilegar bækur og hvet ég alla prjónandi sunnlendinga til að taka þær á bókasafninu!
 
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Berglind 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl! Ég hef gaman af að fylgjast með blogginu þínu. Núna sá ég að þú ert búin að gera citrussjalið, flott hjá þér að lita garnið svona sjálf. Ég er einmitt með þetta sjal á prjónunum núna, úr einbandi, en ég fann uppskriftina á Ístex vefnum.

Kveðja, Hellen

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:04

2 identicon

Sjalið flott og bækurnar virka alveg rosalega spennandi.....væri sko til í að kíkja í þær!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband