Nokkrar nýjar myndir.

vesti

ÉG hef ekki verið alveg nógu dugleg að setja inn myndir af því sem  ég hef verið að gera. En ætla að bæta úr því núna.

Hér eru 2 myndir af vesti sem ég gerði uppúr mér. Það er mjög einfalt. Garnið er Shibui baby alpaca úr Nálinni. Algjörlega yndislegt garn. Ég vildi láta litina njóta sín og tel mig hafa náð því marki mínu í þessu vesti. 

vesti2 

kragi2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kragi er gerður á eina 2 mánaða snúllu. Hann er gerður úr Drops Alpaca.

kragi 

 Þennan kraga gerði ég úr garni frá Garn.is. Þetta er mohair, nylon og glimmergarn. Mjög gaman að prjóna úr því.

Læt þetta duga í bili. Vonandi verð ég duglegri að setja inn myndir jafnóðum og ég klára.

kv

Berglind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband