15.1.2007 | 12:50
iPot.
Er það málið???
Þegar maður fer í stórverslanirnar hér á Selfossi, þá sér maður það að nokkur prósent af starfsfólkinu er að hlutsta á slíkt. Maður er ekki maður með mönnum nema eiga einn slíkan.
EN............
Ég gaf hinum helmingnum iPot i afmælisgjöf. Hann var nátturulega mjög ánægður með það. Núna fer hann nefnilega alltaf í ræktina þegar hann er á vöktum og vantar þess vegna tónlist til að hlaupa við. Hann byrjaði strax að setja inn einhver forrit og eitthvað.
Þar sem ég er nú ekki mesta tölvufríkin þá skil ég bara hvorki upp né niður í öllu þessu dæmi. T.d. hvernig maður á að hala niður tónlist og finna tónlist á netinu og svoleiðis.
En þar sem ég hlusta frekar mikið á tónlist (eða gerði hérna í den) þá finnst mér það óþolandi að ég kunni þetta ekki eða skilji ekkert í þessu. En maður verður bara að sætta sig við það að maður getur ekki allt. Ég er vonandi betri á einhverjum öðrum sviðum.
Hvað segið þið, eigið þið iPot og er hann fullur af tónlist??!??!?!
kv.
BH
Athugasemdir
Er ekki Ipod eitthvað svo 2005?
TómasHa, 15.1.2007 kl. 12:58
Gæti verið! Ég er greinilega svona gamaldags!!!!!
Enda kannski ágætt.
Berglind , 15.1.2007 kl. 13:02
Ég á ekki Ipod og hef einmitt mikið verið að spá hvað er eiginlega málið með það? Er mp3 spilari ekki alveg jafn góður t.d.
Annað sem ég skil ekki. Myspace! Afhverju eru "allir" með svona? Er maður e-ð skrítinn að vera ekki með myspace? Er það að vera með myspace eins og að eiga gemsa? Ég veit ekki...
Josiha, 15.1.2007 kl. 13:16
Ég á ekki æpodd og vantar ekki svoleiðis...
Alveg nóg að eiga kassettutæki...
GK, 15.1.2007 kl. 19:47
Alveg sammála þér Gummi.
Fermingarkassettutækið virkar fínt, allavegana ennþá!
Kv.
BH
Berglind , 15.1.2007 kl. 20:59
Mér finnst frábært hvað þið G.K. eruð bæði innilega hallærisleg. Maður gæti haldið að þið væruð fædd inn í framsóknarflokkinn, en ég held samt að það sé nú ekki.
Helga R. Einarsdóttir, 15.1.2007 kl. 21:51
Hahaha... ekki Berglind amk...
Bjarna á þing!
GK, 15.1.2007 kl. 22:16
Ipod fyrir mig takk.... soldið erfitt að fara með kasettutækið í ræktina... já og að finna kasettur til að spila í tækinu.... en hérna hvernig væri að viðurkenna að ykkur laaaangar geðveikt í eitt stykki Ipod.... allavega Berglind, því ég veit betur híhí
Harpa Rut mágkonan :) (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.