Peysa frá bókinni Strikketoj frá Isager.

Góðan dag.Hér kemur ein peysa úr bókinni góðu, Strikketoj eftir Helgu Isager.

þræðir2

Þetta eru allir endarnir sem ég þurfti að ganga frá! Það tók mig einn spennandi handboltaleik að ganga frá öllum þessum endum.

Á meðan að HM var þá prjónaði ég og horfði á leikina og ég var aldrei að deyja úr stressi. Prjónaði bara aðeins hraðar ef spennan var í hámarki! Þetta er bara hin besta afstressunar aðferð! Mæli með henni.

En hér er peysan frágengin og tilbúin til afhendingar.

peysanisager 

Þessi verður í Versluninni Nálin á Laugarvegi 8.

Minni á prjónakaffi sem er haldið í Gömlu Borg fyrsta þriðjudag i mánuði. Á morgun 2. feb, verður Vilborg ( www.lopinn.blogspot.com) með það sem hún hefur verið að hanna og prjóna. Gaman verður að sjá það hjá henni. 

Kveðja

Berglind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hún er æðisleg! hvaða garn notaðirðu?

kv.Fríða 

Fríða (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:45

2 Smámynd: Sigrún Óskars

flott peysa hjá þér - en þvílíkir endar að ganga frá

Sigrún Óskars, 2.2.2010 kl. 18:15

3 identicon

Sæl Fríða.

Ég notaði garn frá Isager úr Nálinni.

Æðislegt að prjóna úr þessu garni!

Hilsen

Berglind

Berglindhaf (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 19:04

4 identicon

Mikið er hún falleg!

Harpa J (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:28

5 identicon

Mjög fallegt

Margrét Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband