12.1.2007 | 13:34
Reykjavíkurferð.
Það er nú ekki til frásögu færandi að maður þurfi að skreppa til Reykjavíkur. En þegar maður er orðinn óvanur því að keyra til Reykjavíkur og hvað þá í bullandi snjó, skafrenning og mikilli hálku þá verður maður að tala um það!!
Mikið er ég fegin að vera ekki að keyra á milli. Tek hattinn ofan fyrir þeim sem gera það. Maður var nú í þeim pakkanum hérna einu sinni en never again!!
Þegar ég loksins komst yfir heiðina þá tók við öll umferðin í borginni. Þvílik umferð. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað maður er orðin mikil sveitamanneskja. Fór ekki einu sinni í bæinn fyrir jólin. Verslaði allt í minni heimabyggð! Geri aðrir betur. Maður verður nátturulega að styrkja fyrirtækin hér á svæðinu.
Vonandi hafið þið það sem best.
Kv.
BH
Athugasemdir
Mér finnst fínt að keyra á milli. Maður passar sig bara dáldið vel á hinum bílunum.
GK, 12.1.2007 kl. 21:38
Gaman að sjá þig hér Berglind. Það er rétt hjá þér, maður á aldrei að fara neitt ef maður þarf þess ekki. En sumir bara verða.
kv.ammatutte
Helga R. Einarsdóttir, 13.1.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.