Húfur.

Núna er vetur og ég áttaði mig á því í síðasta kuldakasti að ég ætti ekki neina húfu. Þannig að ég ákvað að skella í 1...... eða 4 húfur. Fann mjög skemmtilega uppskrift á netinu og byrjaði á einni úr Sandnes Alpaca.

.húfa1

Hún fer í pakkaskúffuna, einhver fær hana í afmælis eða jólagjöf.

Svo gerði ég 2 minni úr einlitu Kauni garni.

húfa2 

Svo gerði ég eina þegar ég var lögst inn á sjúkrahúsið í hálskirtlatöku. Ég prjónaði ca helminginn fyrir svæfingu og seinni helminginn þegar ég var komin heim.

húfa3 

Þessi er svo úr marglitu kaunigarni sem ég ætla að eiga sjálf. Þetta er úr sama garni og ég gerði trefilinn (gatatrefill sem heitir Calapotis) sem ég nota ALLTAF. 

Læt þetta duga í bili.

Kveðja

Berglind 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ flottar húfur hjá þér. Gott að geta notað tímann vel :)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:35

2 identicon

Flottar húfur.

Hvað fórstu með mikið af Kauni í Clapotis, er að spá í að prjóna mér svoleiðis og var eitthvað að vandræðast með hvort ég þyrfti eina eða tvær dokkur + hvað notaðirðu grófa prjóna?

fríða (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 14:38

3 identicon

HÆ Fríða.

ÉG notaði rúmlega 1 dokku,ég rétt svo tók af seinni dokkunni. Það var bara rétt 10-15 umferðir. En ég hef heyrt að sumar komist af með eina. Það hefur verið eitthvað lítið á dokkunni hjá mér. Mig minnir að ég hafi verið með 3,5. ÉG gjörsamlega dýrka þann trefil. ER alltaf með hann.

kv

Berglind

Berglindhaf (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband