11.1.2007 | 18:51
Ennþá að læra!
Já ég er ennþá að læra á þetta blog.is.
Ég þarf að vera með þetta alveg "imbaproof". Núna er ég í veseni með blogvini mína. Ég á heila 2 vini. En þeir koma ekki upp hjá mér eins og ég hef séð á síðum þeirra!
Ég held ég þurfi bara að fara á námskeið í blogfærslum og uppsetningu á bloggi. Efað þið KÆRU VINIR MÍNIR eru að lesa þetta þá vona ég að þetta komi ekki að sök. Og Jóhanna, viltu senda mér mail með lykilorðinu þínu. berglindhaf@hotmail.com.
Alexander er farinn að labba aðeins meira. Gaman að sjá framfarirnar hjá honum. Hann er reyndar alveg rosalega kvefaður og hóstar mikið. Vonandi verður það búið fyrir afmælið hans. Við áttum að fara í ungbarnasund í dag. Fyrsti tíminn, en hættum við. Þetta er framhaldsnámskeið, verður vonandi mjög skemmtilegt!
Hafið það sem allra best.
kv.
BH
Athugasemdir
Ég er búinn að vera nokkuð lengi á Moggablogginu en kann samt eiginlega ekkert. Málið er bara að fikta sig áfram.
Veit ekki hvað þetta er með bloggvinina en ég er allavega þarna :)
GK, 11.1.2007 kl. 20:36
Kemstu ekki inn á síðuna mína núna? Eða þarftu enn lykilorðið? Ef svo er þá er ekkert mál að senda þér það í pósti ;-)
P.S. Flott hjá þér að vera byrjuð að blogga :-)
Josiha, 12.1.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.