Eins árs afmæli.

Frumburðurinn verður bráðum eins árs!

Núna er ég búin að vera að velta því fyrir mér hversu stóra afmæisveislu ég á að halda!! Hvað er við hæfi. Nennir fólk að koma í svona barnaafmæli efað það er ekki með smábörn sjálft og fleiri spurningar hafa komið upp í huga minn.

Þarf að velta þessu aðeins lengur fyrir mér.

KV.

BH


iPot.

Er það málið???

Þegar maður fer í stórverslanirnar hér á Selfossi, þá sér maður það að nokkur prósent af starfsfólkinu er að hlutsta á slíkt.  Maður er ekki maður með mönnum nema eiga einn slíkan. 

EN............

Ég gaf hinum helmingnum iPot i afmælisgjöf. Hann var nátturulega mjög ánægður með það. Núna fer hann nefnilega alltaf í ræktina þegar hann er á vöktum og vantar þess vegna tónlist til að hlaupa við. Hann byrjaði strax að setja inn einhver forrit og eitthvað.

Þar sem ég er nú ekki mesta tölvufríkin þá skil ég bara hvorki upp né niður í  öllu þessu dæmi.     T.d. hvernig maður á að hala niður tónlist og finna tónlist á netinu og svoleiðis.  

En þar sem ég hlusta frekar mikið á tónlist (eða gerði hérna í den) þá finnst mér það óþolandi að ég kunni þetta ekki eða skilji ekkert í þessu. En maður verður bara að sætta sig við það að maður getur ekki allt. Ég er vonandi betri á einhverjum öðrum sviðum.

Hvað segið þið, eigið þið iPot og er hann fullur af tónlist??!??!?!

kv.

BH

 


Reykjavíkurferð.

Það er nú ekki til frásögu færandi að maður þurfi að skreppa til Reykjavíkur. En þegar maður er orðinn óvanur því að keyra til Reykjavíkur og hvað þá í bullandi snjó, skafrenning og mikilli hálku þá verður maður að tala um það!!

Mikið er ég fegin að vera ekki að keyra á milli. Tek hattinn ofan fyrir þeim sem gera það. Maður var nú í þeim pakkanum hérna einu sinni en never again!!

Þegar ég loksins komst yfir heiðina þá tók við öll umferðin í borginni. Þvílik umferð. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað maður er orðin mikil sveitamanneskja. Fór ekki einu sinni í bæinn fyrir jólin. Verslaði allt í minni heimabyggð! Geri aðrir betur. Maður verður nátturulega að styrkja fyrirtækin hér á svæðinu.

Vonandi hafið þið það sem best.

Kv.

BH


Jóhanna mín!!!

Værir þú til í að senda mér mail.!!

Kemst ekki inn á síðuna þína.

Kv.

BH


MYNDIR

Ég var að prófa mig áfram í að setja myndir inn á síðuna. ÉG er búin að búa til eitt myndaalbúm sem heitir Handavinna. Þar ætla ég að setja inn hluti sem ég hef gert.

kv.

BH


Ennþá að læra!

Já ég er ennþá að læra á þetta blog.is.

Ég þarf að vera með þetta alveg "imbaproof". Núna er ég í veseni með blogvini mína. Ég á heila 2 vini. En þeir koma ekki upp hjá mér eins og ég hef séð á síðum þeirra!

Ég held ég þurfi bara að fara á námskeið í blogfærslum og uppsetningu á bloggi. Efað þið KÆRU VINIR MÍNIR eru að lesa þetta þá vona ég að þetta komi ekki að sök. Og Jóhanna, viltu senda mér mail með lykilorðinu þínu. berglindhaf@hotmail.com.

 Alexander er farinn að labba aðeins meira. Gaman að sjá framfarirnar hjá honum. Hann er reyndar alveg rosalega kvefaður og hóstar mikið. Vonandi verður það búið fyrir afmælið hans. Við áttum að fara í ungbarnasund í dag. Fyrsti tíminn, en hættum við. Þetta er framhaldsnámskeið, verður vonandi mjög skemmtilegt!

Hafið það sem allra best.

kv.

BH


Hann á afmæli í dag!!!!

Já Binni á afmæli í dag!!!! Hann er búinn að vera í fríi í dag og fór að vinna í kvöld. Þannig að ég var með smá kaffi handa okkur fjölskyldunni í dag. Þessa fáu mínútur sem við hittumst.

Annar er sonurinn farinn að labba. Allavegana aðeins meira en hann gerði. Ef hann þarf að flýta sér þá skríður hann.

Lífið gengur svosem sinn vana gang. Vinna, borða og sofa. Mjög skemmtilegt og uppbyggjandi.

Sæl að sinni.

Kv.

BH


Smá byrjunar örðuleikar!!!

Góðan daginn!

Jæja núna var ég í gærkvöldi að reyna að koma þessari síðu saman! Ég taldi mig vera alveg með þetta á hreinu. En svo er víst ekki. ÉG á í smá örðuleikum með linkana! Efað klikkað er á einhvern af linkunum mínum þá kemur maður bara inn á þessa síðu aftur. Veit ekki alveg hvernig ég breyti því. Verð að fikra mig áfram í þessu.

Annars efað einhver er að lesa þetta sem veit hvaða byrjendamistök ég er að gera, þá endilega láta mig vita.

Kveðja

Berglind


FYRSTA SINN..........

Já þetta er í fyrsta sinn sem ég blogga og vonandi ekki það síðasta.

Kveðja

Berglind


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband