Sunnudagsmorgunn og leyniverkefnið.

Góðan dag.Núna er enn og aftur sunnudagsmorgunn, mér finnst vikurnar líða alveg ótrúlega hratt. Alltaf mánudagur og föstudagur. Það sem ég hef náð að prjóna í vikunni er aðalega í leyniverkefninu. Èg kláraði ermarnar og er komin með hálfan búk. Þetta er ein skemmtilegasta lopapeysa sem ég hef gert, afþví það eru svo margir skemmtilegir "fídusar" í henni. Èg tek ekki myndir af þeim, ég sýni þá þegar ég má! En leyniverkefnið er ekki það eina sem ég er með á prjónunum. Èg er líka að gera Heimsljós, breyti bara aðeins uppskriftinni. Ég prjóna hana "að ofan og niður" og hef ekkert munstur. Ég prjóna hana úr léttlopa og einum þræði af mohair sem ég keypti um daginn í Milano. Svo er ég líka að hekla dúllur saman og gera teppi. Þannig er að dúllurnar (120stk) gerði ég þegar ég bjó í Reykjavík og var í menntaskóla. Þá kunni ég að gera dúllur en ekki setja þær saman í teppi. Það er nú með þetta eins og svo margt annað, hugurinn ber mann hálfa leið og svo... Er maður stundum stopp. En dúllurnar eru semsagt búnar að liggja í dvala í allmörg ár. En ég fann þær aftur í mars og fór þá að hekla þær saman. Núna er ég komin með 70 dúllur. Filippía fær þetta teppi þegar það er tilbúið. Læt þetta duga þennan morguninn. Endilega kvittið eða sendið mér smá línu í tölvupósti ef þið lesið þetta. Ég er alveg til í að vita hvort það er einhver sem er að fylgjast með hér. Kv. BH.

20120506_09450320120506_09462420120506_094545

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að þú sért aftur farin að skrifa, og að fá að fylgjast með framleiðslunni hjá þér, hljómar spennó þessi leynipeysa. og til hamingju með nýja barnið!

kv,Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 11:06

2 identicon

Gaman að lesa hjá þér, duglega þú! Kveðja frá Svíþjóð.

Sigrún Svafa (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 11:52

3 identicon

Hæ hæ,

ég er að lesa... alltaf gaman að sjá hvað þú ert að gera :)

Helga (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 14:27

4 identicon

;)

Svanlaug (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:42

5 identicon

Spennandi að sjá hvað þú ert að gera hlakka til að sjá útfærsluna á Heimsljósinu :)

Jensey (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:43

6 identicon

Ég er nýbyrjuð að fylgjast með síðunni þinni amma mannsins míns kenndi mér stjörnuhekl sem ég er búin að gleyma lítur út eins og þitt úr afgöngunum en skoðaði svo myndband á youtube og það er ekki eins, þar er lína á milli. Þú gerðir þitt eftir uppskrift í lúr og kúr svo það er best að ég komi við á bókasafni. Síðan þín er algjör snilld og virkilega gaman að sjá hvað þú ert fjölhæf í handavinnunni hún gefur mér mikið stoppaði bara í ákveðin tíma sé eftir að hafa ekki tekið myndir eins og þú gerir. Með síðunni þinni gefur þú mikið takk fyrir hana og að fá að fylgjast með.

kveðja

Sigga

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband